Mynd: Listasafn Íslands

No 28. Rögevels Jökel. i Island.

Varðveitt hjá
Listasafn Íslands
255-266 S.d. Tólf landslagsmyndir: 255: No 1 Fugleskiær i Island, tölumerki 47 í neðra hroni t.m. St. 35,5 x 48,3; umgerð engin. - 256: Almanna Kiau I Island No 2; tölumerki 44. St. 34,5 x 47,3; engin umgerð. - 257; No 19 Dödemeels Rönn i Island. Tölumerki 46. St. 35,1 x 48,5. Umgerð lík og nr. 247-48. - 258: No 21 Sukker Toppene i Island. Tölumerki 48. ST. 35 x 48. Umgerð eins og á nr.257. - 259: No 22 Pyramidederne i Island. Tölumerki 50. St. 35,1 x 48 cm. Umgerð sem á nr. 257-258. - 260: No 25. Flækeröe=Jökel i Island. Tölumerki 47. ST. 35,3 x 48,6. Umgerð engin. - 262: No 27. Biarne Jökel. i Island. Tolumerki 36. St.35,3 x 48,2. Umgerð sem um nr. 257-58. - 263: No 28. Rögevels Jökel. i Island. Tölumerki 37. St. 35,5 x 48,5. Umgerð engin. - 264: No 29. Katligiaus Jøkel. i Island. Tölumerki 48. St. 35,6 x 48 cm. Umgerð engin. - 265: no 31. Rævedals Jøkel . i Island. Tölumerki 52. St. 35,5 x 48 cm. Umgerð sem um nr. 257-258. - 266: No 32. Rúnwels Jøkel i Island. Tölumerki 51. ST. 35,5 x 48. Umgerð sem um nr. 257-258. - Hinar síðustu tvær eru málaðar á grófgerðan, gisinn og dökkleitan stirga; 255 og 257 eru málaðar á fíngerðan, þéttan striga, hvítleitan, en hiar á nokkru grófari striga, hvítgráan. Allar eru þær alls kostar óeðlilegar að því er landslag snertir; það er mest tindar og strýtur, fáránlegur tilbúningur; sama er að segja um nöfnin flest. Allar þessar 24 myndir, nr. 243-66 voru boðnar og gefnar safninu af erfingjum K. Th. T.O. Reedts-Thotts, ljensbaróns á Gaunø, d. 27/11. 1923. Óvíst er nú kvaðan hann hefir fengið þær, sennilega eptir föður sinn, barón s.st. d. 1862; hann, Otto R. erfði Gaunø eftir föður sinn, Holger R.-(Th. ), d. 1797, sem hafði erft hana eftir Otto Th. greifa, d. 1785, hinn mikla bókasafnara, stjórnmálamann og forseta vísindafélagsins danska. Bókasafn sitt hafði hann í Thotts -höll við Kóngsins nýja torg í K-höfn, og þar voru í anddyri hallarinnar, þessar myndir sýndar (og boðnar) forstöðumanni safnsins í ársbyrjun 1928. Virðist ekki ólíklegt , að Otto Thott hafi keypt myndirnar. Faðir hans var Tage Thott, d. 1707, amtmaður í Holbæk. Hann var frá Skáni, sonur Otto Thott á Nesi (Nääs), d. 1656 og munu þeir feðgar ekki hafa átt myndirnar. Sennilega hafa þær verið málaðar í Danmörku af einhverjum, sem aldrei hafði sjéð Ísland, en fengið dálitla þekkingu um íslensk örnefni ogdottið í hug, sem gróðavegur, að búa þessar myndir til og fá hinn auðuga, ákafa sanfara til að kaupa þær. - Otto Thott greifi safnaði íslenskum bókum og handritum og ánafnaði konungl. bókasafninu handritasafn sitt eftir sinn dag; þar á meðal eru yfir 200 ísl. handrit, um hvers konar íslensk efni, sbr. katalog over de odln.-isl. handskr. i Københ. off. biblioteker, Hbh. 1900, bls. XLIX og 306-7. [Texti úr Aðfangabók eftir Matthías Þórðarson]

Aðrar upplýsingar

Titill
Verkheiti: No 28. Rögevels Jökel. i Island.
Ártal
Fyrir 1785
Safnnúmer
Safnnúmer A: LÍ-263
Stærð
35 x 48 x 0 cm
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Aðalskrá
Áletrun / Áritun
Áletrun: No 28. Rögevels Jökel. i Island. [otv]; 37 [nth] Merkimiði: Á blindramma er skrifað: 263.
Gefandi
Gjöf erfingja K. Th. T. O. Reedtz-Thotts lénsbaróns 1928.
Efnisorð / Heiti
Efnisinntak: Fjall
Efnisinntak:
Landslag
Efnisinntak:
Maður
Útgáfa / Sería
1