Ívarssel

1869 - 2005
Húsið var flutt á Árbæjarsafn áið 2005 Ívarssel stóð á lóð sem áður hét Vesturgata 66, en er í daga 2018 númer 64. Búið er að flytja húsið á Árbæjarsafn. Húsið mun vera elsta hús í vesturbæ Reykjavíkur, vestan Garðastrætis. Ívarssel þótti mikið hús er það var nýbyggt, þar sem öll hús í nágrenninu voru lágreistir torfbæir. Sérstaklega þóttu gluggarnir stórir. Upphaflega var Ívarssel klætt timbri á þrjár hliðar en með steinhellu á suðurgafli og þaki. Austasti hlutinn var í fyrstu notaður sem heyhlaða en var fljótlega breytt í íbúðarherbergi. Samkvæmt virðingu árið 1919 er kjallari undir nokkrum hluta hússins og einnig er kominn inngönguskúr við vesturhlið þess. Þannig stóð húsið óbreytt til ársins 1949 að þvottahús var byggt við inngönguskúrinn, vatnssalerni sett í risið og húsið allt klætt bárujárni á þaki  og veggir múrhúðaðir. Húsið hefur mikið varðveislugildi sem og aðrir Selsbæjanna enda bera þeir glöggt vitni um líf og störf tómthúsmannastéttarinnar í Reykjavík. Árið 1870 tilheyrði um fjórðungur fullorðinna karlmanna í Reykjavík tómthúsmannastéttinni. Vinnumenn milli tektar og tvítugs og jafnvel yngri stunduðu einnig sjóróðra og því má ætla að um helmingur vinnufærra karlmanna hafi haft aðalframfæri sitt af sjómennsku. Því er mikilvægt að varðveita þau fáu hús sem enn standa, sem vitnisburð um lífsskilyrði reykvískra sjómanna á síðustu öld. Tómthúsmenn voru einna fyrstir alþýðumanna á Íslandi sem slitu sig undan höftum vistaskyldunnar, komust í álnir og höfðu bolmagn til að reisa sér mannsæmandi húsnæði. Árbæjarsafn gerði það að tillögu sinni í október 2000 að Ívarssel fengi að standa áfram sem vitnisburður um þessa sögulegu tíma í þróunarsögu Reykjavíkur. Mynd í Reykjavík í 1100 ár bls. 184-185. Árið 1982 er samþykkt að hluti lóðarinnar verði númer 5 við Ánanaust. Húsaskrá Árbæjarsafns. Húsið er á Árbæjarsafni.  

Aðrar upplýsingar

Titill
Sérheiti: Ívarssel
Ártal
Aldur: 1869 - 2005
Safnnúmer
Safnnúmer B: 181281-1 Safnnúmer A: 1995-13
Stærð
Lengd: 8 m Breidd: 5 m
Staður
Upprunalegur staður: Staður: Ívarssel við Vesturgötu, Vesturgata 66b, 101-Reykjavík, Reykjavíkurborg
Aðfangategund

Upprunastaður

64°9'7.2"N 21°57'14.4"W