Höfundarréttur: Listasafn Íslands, Myndstef Mynd: Listasafn Íslands

"Fljúgðu, fljúgðu klæði"

= 1912 - 1915, Ásgrímur Jónsson
Varðveitt hjá
Listasafn Íslands

Aðrar upplýsingar

Titill
Verkheiti: "Fljúgðu, fljúgðu klæði" Enskt verkheiti: "Fly away, Magic Cloth"
Ártal
= 1912 - 1915
Safnnúmer
Safnnúmer A: LÍÁJ-207 Safnnúmer B: 94
Stærð
65 x 95 x 0 cm Stærð með ramma: 80,5 x 110 x 0 cm
Sýningartexti
Ásgrímur Jónsson er einn af brautryðjendum íslenskrar myndlistar. Frá upphafi var íslensk náttúra aðalviðfangsefni Ásgríms en snemma hóf hann einnig að sækja sér efnivið í íslenskar þjóðsögur og ævintýri sem höfðu ekki verið myndskreytt fram að því. Tröllasögur voru honum mjög hugleiknar en einnig myndskreytti hann sögur af huldufólki og draugum, útilegumannasögur, galdrasögur og helgisögur. Ásgrímur ólst upp við slíkar frásagnir í Flóanum og vafalítið hefur efnisvalið mótast bæði af uppruna hans í íslenskri alþýðumenningu og þjóðernisrómantík 19. aldar, en einnig af straumum í norrænni myndlist þess tíma, einkum táknhyggju. Elstu ársettu þjóðsagnamyndir Ásgríms eru olíumálverk frá árinu 1900. Ásgrímur sýndi slík verk í fyrsta sinn opinberlega í Reykjavík árið 1905 og hlaut hann lof fyrir ímyndunarafl sitt og skáldgáfu í tengslum við þessi verk. Á fyrstu áratugum 20. aldar birtust þjóðsagnamyndir Ásgríms einnig í lesbókum handa börnum og unglingum og fengu þær þar með mikla útbreiðslu meðal ungmenna þjóðarinnar. Í blaðaskrifum um þessi elstu verk Ásgríms er því fagnað að í fyrsta sinn hafi íslenskur listmálari tekist á við að túlka þjóðsögurnar og sátt virðist hafa ríkt um útlit álfa og trölla í meðförum Ásgríms. Því má ætla að listamanninum hafi tekist að fanga þá mynd sem landsmenn höfðu skapað í huga sér af þessum fyrirbærum og óneitanlega hefur hann haft áhrif á hugmyndir þeirra sem á eftir komu.   Ásgrímur Jónsson was one of the pioneers of Icelandic visual art. From the outset Ásgrímur’s art focused on Icelandic nature, but before long he started working with themes from Icelandic folk and fairy tales, which had never been illustrated before. He had a special interest in tales of trolls, and in addition he illustrated stories of elves, ghosts and outlaws, as well as tales of magic and Christian parables. Ásgrímur had grown up with such stories in south Iceland, and no doubt his choice of subjects was informed by his background in Icelandic folk culture and 19th-century romantic nationalism; but he was also influenced by trends in Nordic art at the time, especially symbolism.   Ásgrímur’s oldest folklore works which are dated are oil paintings made in 1900. The artist first exhibited such pieces in Reykjavík in 1905. The works were praised for their imagination and lyricism. In the early decades of the 20th century Ásgrímur’s folklore images were published in readers for children and youngsters. His pictures thus gained currency among young Icelanders. Articles in the press about these early works by Ásgrímur express satisfaction that for the first time an Icelandic artist has undertaken interpretation of folktales. The artist’s presentation of the appearance of elves and trolls seems to have met with widespread approval, and thus he appears to have succeeded in capturing images of such creatures as imagined by Icelanders in general. And he was a defining influence on those who came after him. 
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Aðalskrá Undirskrá: Safn Ásgríms Jónssonar
Gefandi
Gjöf frá listamanninum.
Höfundarréttur
Höfundarréttur: Listasafn Íslands Höfundarréttur: Myndstef