Brennivínsflaska

1950 - 1960
 Hvannarótarbrennivínsflaska af gamalli gerð, þ.e. frá því fyrir 1961, þegar Áfengis- og Tóbaksverzlun ríkisins voru enn tvö aðskilin fyrirtæki (voru sameinuð í eitt árið 1961). Flaskan er úr glæru gleri með miða í hvítum, rauðum og svörtum lit. Á honum stendur: ANGELICA HVANNARÓTAR BRENNIVÍN Áfengisverzlun ríkisins Reykjavík Flaskan er með gylltum skrúftappa úr áli. Á honum og upphleypt á flöskunni sjálfri er merki Áfengisverzlunar ríkisins: ÁVR. Á bakhlið flöskunnar er verðmiði frá Áfengisverzlun ríkisins. Flaskan hefur kostað 175 krónur. Hún er því væntanlega frá 6. áratug 20. aldar (árið 1962 kostaði flaska af Hvannarótarbrennivíni 190 krónur). Upphleypt áletrun á botni flöskunnar gæti stutt við þessa tímasetningu en þar stendur: R. LB 54. Flaskan er tóm. Flöskurnar nr. Þjms. 2012-38 lágu lengi í kassa, án nokkurrar merkingar eða dagsetningar, hjá öðrum óskráðum munum safnsins. Með flöskunum í kassanum var blikkdós, ópnuð, með Baulu-mjólk í. Innihald hennar hafði úldnað og gerjast, dósin blásið út og að lokum sprungið. Henni var því fargað. Eitthvað af innihaldi dósarinnar hafði farið á merkimiða flasknanna. Reynt var að þrífa það af fyrir skráningu en þó náði það að skemma svolítið út frá sér.

Aðrar upplýsingar

Ártal
1950 - 1960
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2012-38-2
Stærð
29.4 x 7.6 cm Lengd: 29.4 Breidd: 7.6 cm
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munasafn
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Brennivínsflaska
Efnisorð:
Vínflaska