Prjónastokkur
1852

Varðveitt hjá
Þjóðminjasafn Íslands
Prjónastokkur, mjög einfaldur að
gerð. Hann er einungis lítillega útskorinn á hliðum og er það mjög einfaldur
útskurður. Í aðra hliðina er skorið: Anno; og í hina: 1852 og þar fyrir
aftan lítill skrauthnútur. Upp úr hliðum stokksins ganga tangar og er brotið
af öðrum þeirra. Lokið er lítillega undið. Sjá má að stokkurinn hefur einhvern
tíma verið málaður í rauðbrúnum lit. Stokkurinn er negldur saman með járnnöglum.
Prjónastokkurinn er úr fórum safnsins
og hefur ekki verið skráður fyrr. Langt er síðan hann barst safninu og
ekki er vitað hvaðan, né frá hverjum, hann er kominn.
Skráð í Sarp 2: "L. 22,6;
Br. 5; H. 5,8 - 7 cm"
Aðrar upplýsingar
Gefandi: Úr fórum safnsins
Ártal
1852
Efni
Safnnúmer
Safnnúmer A: Sns-6
Stærð
22.6 x 5 x 7 cm
Lengd: 22.6 Breidd: 5 Hæð: 7 cm
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Snertisafn (Sns)
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Prjónastokkur
