Kistill, + hlutv.

1650 - 1750
Ellen Marie Magerøy 1956: 1. 64.958. Kistill úr eik, festur saman með trétöppum, hjörur, skrá og skráarlauf úr kopar. Okar eru festir undir enda loksins við gaflana. L. (loksins) 33.8, br. 25, h. 13. 2. Okarnir gapa nokkuð frá lokinu, að öðru leyti óskemmdur. Ómálaður. 59.A.g. 3. Útskurður á hliðum, göflum og loki. Tvær höfðaleturslínur eru á hliðunum og göflunum. Á lokinu er dálítið grautarlegt stöngulskrautverk. Stönglarnir ganga út frá lóðréttum miðstofni, um 4.5 sm breiðum, með innri útlínum og innskorin blöð meðfram þeim að innanverðu. Efst er stofninn skreyttur með ferhyrndum, rúðustrikuðum reit. Breidd stönglanna er mjög breytileg, mest milli 1 og 2 sm. Þeir eru flatir að ofan með innri útlínum, mynda króka, fléttast saman, enda flestir með tveimur blöðum, sem minna á fisksporða. Hið upphleypta er um 2 mm hátt. - Skrautverkið ekki sérlega hrífandi. Bókstafirnir eru miklu fínna verk. 4. Ártal ekkert. (MÞ: Sennilega frá fyrri hluta 18. aldar.) 5. Áletrun: giefe vyst          aa gud af h   em fyr | þenna    a | þöllenn | gud þier | giæfu h     ædum nu s    nn kistil þidust   run jonsdottir (Ráðin með aðstoð frá HS stærsta hf.) 6. L: Keyptur hjá H. Sigurðssyni 1888, Akranes. Samkvæmt H er þetta nr. 51 í HS stærsta hf. - - - Ritháttur á vísu þessari bendir á að kistillinn sé frá 17. eða 18. öldinni. Og háttarskiptir (eða háttfall) í henni gerir alllíklegt, að hún fremur sé frá 17. öldinni. - - - (Hér fylgir meira um rím etc.) - - - Kvennkenningin: þöll, í vísunni, er hálfkenning, eins og opt finnst í gömlum vísum. - - - Lykillinn er - - - miklu ýngri enn skráin. Kistillinn útvegaði mér Ólafur Jónsson, nú (vorið 1883) á Geldingaá í Mela sókn, (fysrir 2½ kr. ). Og var hann keyptur (nefnt vor) á uppboði uppí Borgarfirði. - - - hann var seldur á uppboði eptir Valgerði heitina Jónsdóttur, bróðurdóttur Guðmundar, sem enn býr í Langholti, og er orðinn gamall maður. Halda menn, að Valgerður heitin hefi fengið kistilinn hjá Hlaðgerði móður sinni, konu Jóns, föður síns, er bjó í Langholti. Matthías Þórðarson 1918: Kistill.  Efni eik.  L. 31,3, br. 24,2, h. u. l. 11,5 cm.  Lamir, skrá og skráarlauf úr eiri.  Negldur saman með trjenöglum.  Á lokinu eru útskornar greinar, flatar og lágar.  Á hliðum og göflum eru 2 höfðaleturslínur og er sú áletrun þannig:  giefe vyst - þier giæfvh - aagvdafh - ædvm... ............. gud-runionsdottir.  Sennilega frá fyrri hluta 18 alda. Úr safnskýrslu séra Helga Sigurðssonar frá Melum (nr. Þjms. 2008-5-718): 21. Kistill, úr eik, útskorinn á loki, hliðum og göflum með gamaldags skurði. Frá miðju loksins tama megin ganga skurðviðar greinir, líkar beggja megin við miðju loksins, út og upp um lokið. Og aðrar líkar greinir ganga að framan út frá miðju loksins og eru flæktar saman við fyrri greinirnar? En miðja loksins, um þvert, er er meira enn þumlungs breiður bekkur, smáútskorinn. A hliðfjalir og gafla er með nokkuð einkennilegu höfðaletri útskorin vísa þessi þannig stöfuð: Gjefe vyst þjer gjæfu háa guð af hæðum nú sem fyr. Þennann kistil þíðust á þöllenn Guðrún Jónsdóttir. Ritháttur á vísu þessari bendir á, að kistillinn sé frá 17. eða 18. öldinni. Og háttskipti (eða háttfall) í henni gerir alllíklegt að hún fremur sé frá 17. öldinni. Því sinn háttur braga er í hverjum vísuhelming, í hinum fyrri langhenda gamla með sínum 8 samstöfum í 1ta vísuorði og með 7. í hinu öðru vísuorði. I seinni vísuhelming er 3dja vísuorðið, og eins hið 4da, með 7. samstöfum, eins og í gagraljóðum. Þannig er fyrri vísuhelmingur gamla langhenda, en hinn seinni gagraljóð. Og í þessu liggja nefnd háttskipti, einsog opt finnast í eldri vísum, einkum frá miðöldunum og enda fram á 18. öld. Vísan er hálfframhend, og rétt að höfuðstöfum og endarími. Kvennkenning: þöll, í vísunni, er hálfkenning, eins og opt finnst í gömlum vísum. – Kistillinn er með lömum, skrá og flugu úr eir. Er læsingarjárnið að neðan með fjaðrarkrapti og leikur á nagla, eins og títt var á gömlu smá-skránum. Likillinn er einjárnungur, með smíðalagi seinni tíma, og sjálfsagt miklu ýngri enn skráin. Kistilinn útvegaðir mer Ólafur Jónsson, nú (vorið 1883) á Geldingaá í Mela sókn, (fyrir 2 ½ kr.) Og var hann keyptur (nefnt vor) á uppboði uppí Borgarfirði. En um sögu hans er mér, að öðru leyti, ókunnugt nema hvað hann var seldur á uppboði eptir Valgerði heitina Jónsdóttur, bróðurdóttur Guðmundar sem enn býr í Langholti, og er orðinn gamall maður. Halda menn, að Valgerður heitin hafi fengið kistilinn hjá Hlaðgerði móður sinni, konu Jóns, föður síns, er bjó í Langholti. Freyja Hlíðkvist Ómarsdóttir: Áletrun byrjar á framhlið og færist svo hringinn: GIEFE VYST ÞIERGIÆFUH HAAGUDAFH ÆDUMNUS EM FIRÞEN NA NNKISTILÞIDUST AÞOLLENNGUD RUNIONSDOTTIR Vísan er þá svo: Gefi víst þér gæfu háa guð af hæðum nú sem fyrr. Þennan kistil þýðust á þöllin Guðrún Jónsdóttir.

Aðrar upplýsingar

Ártal
1650 - 1750
Safnnúmer
Safnnúmer A: NMs-64958 Safnnúmer B: 2008-5-428
Stærð
33.8 x 25 x 13 cm Lengd: 33.8 Breidd: 25 Hæð: 13 cm
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Nordiska Museet (NMs) Undirskrá: Nordiska Reykjavík (NMs) Undirskrá: Munasafn
Efnisorð / Heiti
Heimildir
Ellen Marie Magerøy. Íslenskur tréskurður í söfnum á Norðurlöndum. Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1957-1958. Reykjavík 1958. Bls. 29. Matthías Þórðarson. Handskrifuð skrá, óútgefin. Safnskýrsla séra Helga Sigurðssonar á Melum, Þjms. 2008-5-718.