Neistasendir, t. fjarskipta

1913
Fjarskiptatæki. Brún harðviðarplata með svartmáluðum grunni. Á plötunni er eitt stórt spankefli og tveir koparpinnar með hvítum postulínshnúð á endunum. Fyrsta "firðskiftatæki" eða fjarskiptatæki sem smíðað var á Íslandi. Smíðað á Seyðisfirði árið 1913 af fyrstu íslensku radíóamatörunum eða áhugamönnum um þráðlaus fjarskipti á eigin tækjum. Tækið var notað í mörg ár með góðum árangri. M.A. var haft samband með sendinum við enskan björgunarleiðangur og frönsk fiskiskip út af Seyðisfirði. Árið 1928 var hann notaður við síldarleit. Ríkarður Sumarliðason lét gera sendinn upp og hefur hann oft verið á sýningum eftir það. Þorsteinn Gíslason og Friðbjörn Aðalsteinsson voru báðir ungir símritar á Seyðisfirði þegar þeir smíðuðu tækið. Þorsteinn varð síðar umdæmisstjóri Landssímans á Seyðisfirði en Friðbjörn fyrsti forstöðumaður Loftskeytastöðvarinnar í Reykjavík

Aðrar upplýsingar

Friðbjörn Aðalsteinsson, Hlutinn gerði
Þorsteinn Gíslason, Hlutinn gerði
Ártal
1913
Safnnúmer
Safnnúmer A: Fjsk-992
Stærð
40 x 24.5 x 21.2 cm Lengd: 40 Breidd: 24.5 Hæð: 21.2 cm
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Fjarskiptasafn (Fjsk)
Efnisorð / Heiti
Heimildir
Ólafur Örnólfsson. Jón Ármann