Bátavél
1915 - 1920

Varðveitt hjá
Þjóðminjasafn Íslands
Þetta er fjórgengis
glóðarhaus, steinolíumótor. Skilti af vélinni mun vera á Þjóðminjasafni.
Á því stendur:
A/S H. Hein
& Sønner
Motorfabrik
H. K. 7
No. 1076
OMDR. 420
Randers
Skv. uppskrift P.
J.
Vélin var upphaflega
í fiskibát, ekki vitað hvaða. Síðast notuð í Skipamíðastöð Bárðar
Tómassonar, Ísafirði: Vélskóli Íslands fékk vélina eftir það og ætlaði
til kennslu. Ekki varð þó úr að hún væri notuð sem kennslutæki. Kom
til Þjóðminjasafns frá Vélskólanum 1972 í mjög lélegu ástandi: Vantar
allt aftan við kúplingu, eldhlíf o.fl.
Reimskífur úr tré
eru á vélinni, ein á svinghjóli, íslensk smíði báðar. Vélin er talin
vera frá því snemma á öldinni, fyrir 1920. Líklegast hefur stöð Bárðar
Tómassonar (upplýsingar Hjálmars R. Bárðarsonar, fyrrverandi siglingamálastjóra).
Ýmsir smáhlutir eru lausir frá vélinni. Lausir fylgihlutir:
TMS 1972: 2-3.
Hein
A/S Hein & Sønner
Motorfabrik
HK 7 No 1076 Omdr.
420
Randers.
Tvær tréskífur fyrir
reimar eru á hvorum enda vélarinnar.
Úr skipasmíðastöð
Bárðar Tómassonar, Ísafirði, 1972.
Í lélegu ástandi,
vantar allt aftan við kúplingu, eldhlíf o. m. fl.
- Sjá um þessa vél
bréf A/S Hein & Sønners eftirfarandi, dagsett 09.01.1975 í framhaldi
af bréfi mínu dagsettu 23.12.1974.
Vélin send til Íslands
03.07.1920 til Friðriks Teitssonar, Bolungarvík, hann keypti einnig vélar
nr. 1077 og 1078. - Einnig nefndur Pétur Oddsson viðvíkjandi mótor nr.
1076 og 1077 en Einar Hálfdans formaður við nr. 1078. Hefur því vafalaust
verið í bát í Bolungarvík og komið þangað í skipasmíðastöðina.
Aðrar upplýsingar
A/S Hein & Sønner, Hlutinn gerði
Gefandi: Vélskóli Íslands
Skipasmíðastöð Bárðar Tómassonar, Notandi
Gefandi: Vélskóli Íslands
Skipasmíðastöð Bárðar Tómassonar, Notandi
Ártal
1915 - 1920
Efni
Safnnúmer
Safnnúmer A: T
Safnnúmer B: 1972-1
Stærð
400 g
Staður
Staður: Skipasmíðastöð Bárðar Tómassonar, 400-Ísafirði, Ísafjarðarbær
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Tækniminjasafn (T)
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Bátavél