Hilla

1918
Fótstykki með hillu (consol) undir spegilinn, úr mahogny, smíðað og skorið út af Stefáni Eiríkssyni, myndskera. Hillan er sporbaugsmynduð með nokkrum innskorningum að framan, bein að aftan. Kanturinn er með einföldum laufaútskurði. Hillan hvílir á beinu bakstykki að aftan en að framan á ramma, sem lagaður er eftir henni og greyptur í bakstykkið. Undir honum er bogastytta í tveimur bogum. Efst á efri boganum, undir kanti hillunnar er engilsmynd, andlit og brjóst með vængjum á öxlunum. Neðri boginn er greyptur í lítinn pall, með tveimur smáum fótum undir að framan, en bakstykkið gengur alveg niður að gólfi. Framan á bakstykkið er skorin allstór laufflétta. Lengd hillunnar er 91,5 cm (að aftan), mest breidd 28,5 cm. Öll hæðin er 92,5 cm, mest breidd á bakstykkinu 82 cm.

Aðrar upplýsingar

Stefán Eiríksson, Hlutinn gerði
Ártal
1918
Safnnúmer
Safnnúmer A: L-1-B
Stærð
92.5 x 91.5 x 82 cm Lengd: 92.5 Breidd: 91.5 Hæð: 82 cm
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Listiðnaðarsafn (L)
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Hilla