Neistasendir, t. fjarskipta
1913
Varðveitt hjá
Þjóðminjasafn Íslands
Svört spóla á viðarplötu,
innan í henni er önnur minni spóla. Platan stendur á svartmáluðum trégrunni.
Spólan tengist tveimur koparpinnum sem eru með hvítum postulínskúlum á
endunum. Postulínskúlurnar voru handföng. Með aflgjafa t.d. rafhlöðu og
morse-lykli myndaðist spenna í innri spólunni sem stærri spólan svo magnaði
upp, þá mynduðust neistar milli koparpinnanna.
Þetta er fyrsta fjarskiptatækið sem var smíðað og notað á Íslandi. Sendirinn
var reyndur með 100 m háu loftneti. Haft var samband við björgunarleiðangur
í Loðmundarfirði og frönsk fiskiskip úti fyrir Seyðisfirði. Árið 1915 náði
Þorsteinn sambandi við þýska stöð, franska stöð í París, enska stöð og
írska. Þegar síldarleit var hafin úr flugvélinni Súlunni árið 1929 var
þessi sendir fenginn að láni.
Aðrar upplýsingar
Ártal
1913
Safnnúmer
Safnnúmer A: Fjsk-1280
Stærð
15 x 24 x 14 cm
Lengd: 15 Breidd: 24 Hæð: 14 cm
Staður
Staður: Ritsíminn á Seyðisfirði, 710-Seyðisfirði, Múlaþing
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Fjarskiptasafn (Fjsk)
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Neistasendir, t. fjarskipta
Heimildir
Jón Ármann Jakobsson.
Heimir Þorleifsson (Söguþræðir símans).