Ljósakróna

1850 - 1875
Ljósakróna úr messing með rauðri glerskál. Hefir verið með kristöllum, en þá vantar nú. Hún er í skelstýl, eintómt blaðaskraut á ljósaliljunum, sem eru 4 tvöfaldar, ljósin 8: er þeim fest á blaðakrans, er glerskálin hvílir í, en hann hangir í 4 festum, er ganga allar upp í rós, sem kengur er í, til að hengja í ljósakrónuna. Í glerskálina er fest sívalningi úr messing og gengur hann upp í milli festanna og ber efst aðra svipaða rós og þá, sem er efst. Neðan við hann, undir miðjum skálarbotninum er skrautblóm úr messing og hálfsúlumyndað typpi, en þar í milli hefir sennilega verið eitthvað skrautgler, sem nú vantar í. Hefir krónan verið hin glæsilegasta, er hún var óskemmd, en nú er allur ljóminn af. Kransinn er um 25 cm. að þerm. og skálin 21 um barma en 9 að h., 6,5 um miðju, sívalningurinn 20,2 að l. og 3 að þverm., rósin á honum 13,2 að þverm. og rósin efst álíka: neðan í henni er lítið typpi. Armarnir eða ljósaliljurnar eru um 20 að l. og hver festi um 60. Virð(ist) frönsk að uppruna og frá 3. fjórðungi 19. aldar. Er úr búi Gríms Thomsens á Bessastöðum.

Aðrar upplýsingar

Ártal
1850 - 1875
Safnnúmer
Safnnúmer A: 10440 Safnnúmer B: 1928-308
Staður
Staður: Bessastaðir, Jörð, 225-Garðabæ, Garðabær
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munasafn
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Ljósakróna

Upprunastaður

64°6'22.7"N 21°59'35.3"W