Teikning, listræn

Uppdrættir eptir Sölva Helgason, 3, settir saman í eina umgjörð, st. 46 x 105 cm. að utanmáli, en breidd listans, sem hún er úr, er 2,5 cm. Hver uppdráttur fyllir heila pappírsörk og er gerður með ýmsum skrautlegum litum. Á hinum fremsta eru upphafsstafir hjóna og er mikið blómskraut um þá,: á þeim, sem er í miðju er mannsmynd og stafirnir S. og H. hjá á tveim stöðum, en allt í kringum myndina og þá er mikið blómskraut: sennilega tákna stafirnir S H, að myndin eigi að sýna Sölva Helgason sjálfan. Á aptasta uppdrættinum er stafrofið, mjög skrautlegir upphafsstafir. Allt er gert með töluverðri leikni og vandvirkni, en smekklaust og barnalega þó, eins og allt þess háttar eptir þennan mann. Freyja Hlíðkvist Ómarsdóttir Sesseljudóttir, 2019: Samsett mynd: þrjár myndir límdar saman á karton. Teiknaðar og litaðar. Myndin lengst til visnstri er af blómaskreyti og upphafsstöðum, mest í gulum og rauðum litum. Sú í miðið er sjálfsmynd, blómaskreyti og upphafsstafir (SH), í gulum, appelsínugulum og brúnum litum. Neðst, örlítið hægra megin við miðju, er svo önnur mannsmynd, prófílmynd. Myndin til hægri er af skrautstöfum og blómaskreyti, í gulum, grænum, bláum og rauðum litum. Ástand myndverksins er gott, en þó eru myndirnar þrjár í misgóðu ástandi. Litirnir í vinstri myndinni eru orðnir mjög upplitaðir. Svipaða sögu er að segja um miðmyndina, en þó hafa litirnir haldið sér allnokkuð betur í henni en í þeirri vinstra megin. Hægri myndin er í mun betra ástandi. Þar eru litirnir skýrir og virðast lítið hafa upplitast. Þvert yfir miðju myndanna allra er rifa. Virðist hún frekar vera samskeyti, þ.e. að hver mynd sé samsett úr tveimur minni blöðum, en að blöðin hafi rifnað. Líming myndanna á kartonið heldur enn vel. Skemmd / rifa, bæði í blaðið og kartonið, er rétt við litlu mannsteikninguna á miðmyndinni. Rifan er um 2 cm löng og um 1 cm breið þar sem hún er beiðust.

Aðrar upplýsingar

Safnnúmer
Safnnúmer A: 10441 Safnnúmer B: 1928-309
Stærð
46 x 105 cm Lengd: 46 Breidd: 105 cm
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munasafn
Efnisorð / Heiti