Rúmfjöl
1916

Varðveitt hjá
Þjóðminjasafn Íslands
Rúmfjöl ný, úr fíngerðum laufviði, 1,18 cm að l., 23 cm að br., 1,5 cm að þ. Framhliðin öll er útskorin með margbrugðnum blaðastrengjum en strikaðir listar á brúnum. Í miðjunni er reitur, sem á er skorið með höfðaletri: gudmundr magnusson / 12 februar 1916. - Fjölin er skorin af Stefáni Eiríkssyni tréskurðarmeistar og er merkt upphafsstöfum hans: S.E. Mánaðardagurinn er 43. afmælisdagur Guðmundar Magnússonar (Jóns Trausta), skálds og prentara (f. 1873, d. 1918). Sbr. næsta nr.
Gripirnir nr. Þjms. 12927-12941 eru allir ánafnaðir safninu til minningar um Guðmund skáld Magnússon (Jón Trausta) af konu hans, Guðrúnu Sigurðardóttur.
Fjölin er jafnframt skráð í Listiðnaðarsafn, nr. L-67.
Aðrar upplýsingar
Ártal
1916
Efni
Safnnúmer
Safnnúmer A: 12927
Safnnúmer B: 1941-61
Stærð
118 x 23 x 1.5 cm
Lengd: 118 Breidd: 23 Hæð: 1.5 cm
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munasafn
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Rúmfjöl







