Rúmfjöl
1916

Varðveitt hjá
Þjóðminjasafn Íslands
Rúmfjöl, ný, úr fíngerðum laufviði, 1,205 m að l., 25,8 cm að br. og 1,5 cm að þ. Á framhliðinni er sams konar útskurður og á fjölinni nr. Þjms. 12927, en í miðju er áletrunin gudrun sigurdardóttir / 6 april 1916, skorin með höfðaletri. Er þetta afmælisdagur frú Guðrúnar, konu Guðmundar Magnússonar (Jóns Trausta), skálds og prentara. Auk þessa eru 2 höfðaleturslínur á fjölinni, önnur ofan við og hin neðan við útskurðinn. Er þar grafin vísa eftir Guðmund:
dagur er a lofti / dimmu liettir / rennur rosleitur / rodi um landid / vaknadu vina min / vel er sofid / morguninn kallar / til margra starfa
dagur er ad kveldi / dökkbrin nottin / breidir a bigdirnar / blakka vængi / sofnadu goda / til sælla drauma / gefi gud þier / goda nott
Þ.e.: Dagur er á lofti, dimmu léttir o.s.frv. sbr. Kvæðabók G.M. bls. 176. Fjölin er skorin af Stefáni Eríkssyni tréskurðarmeistara og er merkt upphafsstöfum hans: S.E.
Gripirnir nr. Þjms. 12927-12941 eru allir ánafnaðir safninu til minningar um Guðmund skáld Magnússon (Jón Trausta) af konu hans, Guðrúnu Sigurðardóttur.
Fjölin er jafnframt skráð í Listiðnaðarsafn, nr. L-68.
Aðrar upplýsingar
Ártal
1916
Efni
Safnnúmer
Safnnúmer A: 12928
Safnnúmer B: 1941-62
Stærð
120.5 x 25.8 x 1.5 cm
Lengd: 120.5 Breidd: 25.8 Hæð: 1.5 cm
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munasafn
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Rúmfjöl







