Gríma

1950 - 1980
Jólasveinagríma úr pappír. Hún er löguð að andliti, er máluð á framhliðinni og með götum fyrir augu, nasir og munn. Á henni er rauð hetta úr kreppappír sem nær alveg yfir höfuðið. Á hana er saumað hvítt gerviskegg sem þó er orðið nokkuð laust frá grímunni en ætti að vera auðvelt að lagfæra. Pappírinn í grímunni er nokkuð beyglaður en annars er gríman í nokkuð góðu ástandi. Sjá einnig grímu nr. Þjms. 2006-12-4. Gefandi er Guðbjörg Snót Jónsdóttir, en allir gripirnir nr. Þjms. 2006-12 eru úr búi föður hennar, Jóns Sigurðssonar, f. 1902, d. 1984.

Aðrar upplýsingar

Ártal
1950 - 1980
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2006-12-3
Stærð
20 x 14 x 0 cm Lengd: 20 Breidd: 14 Hæð: 0 cm
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munasafn
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Gríma
Myndefni:
Jólasveinn