Eyrnaskefill
1800 - 1870

Varðveitt hjá
Þjóðminjasafn Íslands
Eyrnaskefill úr gulli sem er úr
eigu Björns Gunnlaugssonar, yfirkennara og landmælingamanns (f. 1788, d.
1876). Eyrnaskefillinn er heill en þó er gullhúðin orðin nokkuð máð. Hann
er í blárri skartgripaöskju úr plasti og er þar saumaður fastur á svamppúða
sem klæddur er bláu flaueli. Lokið á öskjunni er brotið frá botninum. Í
öskjunni er einnig lítið kort sem á stendur:
8-7-1978.
Kæri Bjarni Bragi!
Nú ert þú orðinn fimmtugur maður.
Af því tilefni langar mig að géfa þér gripinn sem fylgir, og forfaðir þinn
Björn Gunnlaugsson átti; en það er eyrnaskefill úr gulli. Mig langar að
eftir þinn dag eigi hann Guðmundur Jens, sonur þinn, eða einhver sem ber
nafn úr föðurætt móður þinnar. Eg bið þér og þínum allrar blessunar.
Þín Guðrún Helgadóttir.
Gefandi er Rósa Guðmundsdóttir,
Þorragötu 7, Reykjavík.
Aðrar upplýsingar
Ártal
1800 - 1870
Efni
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2006-22-1
Stærð
5.1 x 1.4 x 0 cm
Lengd: 5.1 Breidd: 1.4 Hæð: 0 cm
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munasafn
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Eyrnaskefill



