Stokkabelti

Leifar af stokkabelti. Það eru 6 stokkar stimplaðir, úr eiri, en fóðraðir með látúni (sbr. nr. 315) og þar til heyrandi pör, með gagnskornum 4 hringum á hverjum stokk, og samkynja skjöldur með 4 hringum. Belti þetta kom upp úr Staðar kirkjugarði í Steingrímsfirði, er verið var að taka þar gröf árið 1865. Þar af má ráða, að konur hafi hér fyrrum verið grafnar í skautbúnaði.

Aðrar upplýsingar

Safnnúmer
Safnnúmer A: 355 Safnnúmer B: 1866-52
Staður
Staður: Staðarkirkja í Steingrímsfirði, Kirkjan, 510-Hólmavík, Strandabyggð
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munasafn
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Stokkabelti

Upprunastaður

65°46'1.8"N 21°50'39.9"W