Innsigli, opinbert

1600 - 1650
Signet úr beini*, l. 4,7, með átthyrndri stjett, 2,1 - 2,2 að þverm. Á henni er áletrunin ION KOLBEINS·SON·W· (N-in snúa öfugt. GS): Skaptið er sívalt og liðótt, svo sem rennt sje. - Á miðri stjett er og bandrún: (Hér er ein rún. GS). Má ráða hana svo sem hún sje samsett af rúnunum (Hér eru fimm rúnir. GS), þ.e. JÓN K. S. - Kann hafa verið innsigli Jóns Kolbeinssonar í Lóni, á öndverðri 17. öld. *Eldri greining á efni signetsins er röng. Það er ekki úr beini en virðist vera úr tálgukoli.

Aðrar upplýsingar

Ártal
1600 - 1650
Safnnúmer
Safnnúmer A: 7774 Safnnúmer B: 1919-6
Stærð
4.7 x 2.2 cm Lengd: 4.7 Breidd: 2.2 cm
Staður
Staður: Einarslón, Snæfellsbær
Sýningartexti
Innsigli skorið í bein. Á stéttina, sem er átthyrnd, er skorið: ION KOLBEINS.SON.W, svo og bandrún, sem virðist vera JÓN K.S. Talið vera innsigli Jóns Kolbeinssonar, sem bjó á Einarslóni á Snæfellsnesi á öndverðri 17. öld. 7774 Innsigli skorið í bein. Á stéttina, sem er átthyrnd, er skorið: ION KOLBEINS.SON.W, svo og bandrún, sem virðist vera JÓN K.S. Talið innsigli bónda á Snæfellsnesi á öndverðri 17. öld.
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munasafn
Efnisorð / Heiti