Koffur

Varðveitt hjá
Þjóðminjasafn Íslands
Sama: Koffur úr gylltu
silfri, 46 cm að lengd, sett saman úr 15 pressuðum silfurlaufum. Í miðjunni
er lauf, sem vísar upp og klofnar að ofan í 5 blöð, en myndar að neðan
eins konar tígul eða ferhyrning, sem hin laufin ganga út frá 7 til hvorrar
handar. Þau eru hvort um sig tvískipt og vísa broddarnir inn til miðlaufsins.
Aftast á hverju laufi er krókur, en lykkja í klofanum að framan og hanga
þau þannig saman, að afturendi hvers laufs gengur inn í klofa næsta laufs
fyrir aftan. Á afturenda öftustu laufanna báðum megin eru lykkjur (en ekki
krókar), sem spotta hefur verið hnýtt í aftur fyrir höfuðið. Koffur þetta
má heita alveg eins og nr. 4463. Síðast talin 4 nr. eiga saman,
og eru þau skautbúningar frk. Ólafar.
Aðrar upplýsingar
Efni
Safnnúmer
Safnnúmer A: 12161
Safnnúmer B: 1937-117
Stærð
46 x 0 x 0 cm
Lengd: 46 Breidd: 0 Hæð: 0 cm
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munasafn
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Koffur