Mælistokkur

1960 - 1975
Mælistokkur, „heimasmíðaður“ úr tveimur spónaplötum, 2-2,1 cm þykkum, lögðum hvítri plasthúð. Plöturnar eru festar saman á horni þannig að þær mynda 90° horn. Þær eru festar saman með tveimur galvaniseruðum járnvinklum. Stærri platan myndar borð. Ofaná hana er límdur með límbandi millimetrapappír. „Borð“ þetta átti prófessor Jón Steffensen og notaði sem mælistokk við mælingar og rannsóknir sínar á fornum mannabeinum í Þjóðminjasafninu. Sjá einnig mæliáhöld Jóns nr. 2007-8-2.

Aðrar upplýsingar

Ártal
1960 - 1975
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2007-8-1
Stærð
62.2 x 30 x 12.3 cm Lengd: 62.2 Breidd: 30 Hæð: 12.3 cm
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munasafn
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Mælistokkur