Kanna, sem borðbúnaður og drykkjarílát

Varðveitt hjá
Þjóðminjasafn Íslands
Úr aðfangabók:
Grálituð leirkanna með bláu blómamunstri að framanverðu. Hún er með hnöttóttri bumbu að neðan, en bein að ofan, með handarhaldi, og pípu eða stút fram úr barminum, í staðinn fyrir nef eða vör (túðu). Á efri hlutanum eru 32 stór göt, svo að eigi verður drukkið úr henni, nema menn þekki á henni lagið, því að ef henni er hallað streymir allt út um götin. Hún hefir verið kölluð vítabikar. Könnu þessa er mælt að átt hafi síra Halldór Einarsson, faðir Bjarnar prófasts Halldórssonar í Sauðlauksdal, og hafi hann gefið hana Sigríði dóttur sinni, en frá henni á kannan að hafa gengið í erfðir til Guðbrands hreppstjóra Hjaltasonar á Kálfanesi, og hjá honum fékk síra Guðmundur könnuna.
Aðrar upplýsingar
Efni
Safnnúmer
Safnnúmer A: 263
Safnnúmer B: 1865-71
Stærð
16 x 10 cm
Lengd: 16 Breidd: 10 cm
Staður
Staður: Sauðlauksdalur, 451-Patreksfirði, Vesturbyggð
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munasafn
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Kanna, sem borðbúnaður og drykkjarílát
Heimildir
Godden, Geoffrey. The concise Guide to British Pottery and Porcelain. London 1990.
Hallgerður Gísladóttir. „Vítabikar.“ Gersemar og þarfaþing.“ Reykjavík 1994, bls. 16-17.
Ólafur Davíðsson. Íslenskir vikivakar og vikivakakvæði. Kaupmannahöfn 1894, bls. 51-55.
https://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/entry/1306066/
Upprunastaður
65°32'11.8"N 23°59'57.8"W
