Peningakistill

1780
Peningakistill smíðaður úr furu, allur útskorinn og skrautlega málaður, l. 44,3, br. 26,4, h. undir lok 20,9 cm. Lok og botn taka dálítið út fyrir. Ofan á lokið er fest útskornum blómum og upphafsstöfunum I S D í miðju. Innan á lokið er málað blóm. Okar eru undir endum loksins og járnlamir, 16,8 cm. langar, eru innan á því. Á framhlið og apturhlið er útskorið og málað blómskraut, helzt í >> barokk << stíl. Stór járnskrá er í framhlið og lauf fyrir, en fyrir neðan það er málað og skorið ártalið 1780. Gaflar eru tvöfaldir og eru ytri fjalirnar útskornar og gagnskorin hjartamynduð blóm á. skrautlega málaðir: þeim má kippa upp og síðan draga skúffu út úr hvorum enda: eru þær 5,3 cm. að hæð og ná saman í miðjum kistli, en þó fjöl í milli: botninn vantar í aðra: botninn í kistlinum er tvöfaldur og skúffurnar í milli. Kistill þessi hefir verið hinn vandaðasti smíðisgripur. Hann hefir síðast tilheyrt Steinunni Thorarensen, ekkju síra Stefáns á Kálfatjörn. Sbr. nr. 2954.

Aðrar upplýsingar

Ártal
1780
Safnnúmer
Safnnúmer A: 6829 Safnnúmer B: 1915-57
Stærð
44.3 x 26.4 x 20.9 cm Lengd: 44.3 Breidd: 26.4 Hæð: 20.9 cm
Staður
Staður: Kálfatjörn, Sveitarfélagið Vogar
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munasafn
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Peningakistill

Upprunastaður

64°0'54.7"N 22°17'40.3"W