Peningakistill
1780

Varðveitt hjá
Þjóðminjasafn Íslands
Peningakistill smíðaður
úr furu, allur útskorinn og skrautlega málaður, l. 44,3, br. 26,4, h. undir
lok 20,9 cm. Lok og botn taka dálítið út fyrir. Ofan á lokið er fest útskornum
blómum og upphafsstöfunum I S D í miðju. Innan á lokið er málað blóm. Okar
eru undir endum loksins og járnlamir, 16,8 cm. langar, eru innan á því.
Á framhlið og apturhlið er útskorið og málað blómskraut, helzt í >>
barokk << stíl. Stór járnskrá er í framhlið og lauf fyrir, en fyrir
neðan það er málað og skorið ártalið 1780. Gaflar eru tvöfaldir og eru
ytri fjalirnar útskornar og gagnskorin hjartamynduð blóm á. skrautlega
málaðir: þeim má kippa upp og síðan draga skúffu út úr hvorum enda: eru
þær 5,3 cm. að hæð og ná saman í miðjum kistli, en þó fjöl í milli: botninn
vantar í aðra: botninn í kistlinum er tvöfaldur og skúffurnar í milli.
Kistill þessi hefir verið hinn vandaðasti smíðisgripur. Hann hefir síðast
tilheyrt Steinunni Thorarensen, ekkju síra Stefáns á Kálfatjörn. Sbr. nr.
2954.
Aðrar upplýsingar
Steinunn Járngerður Thorarensen, Notandi
Ártal
1780
Efni
Safnnúmer
Safnnúmer A: 6829
Safnnúmer B: 1915-57
Stærð
44.3 x 26.4 x 20.9 cm
Lengd: 44.3 Breidd: 26.4 Hæð: 20.9 cm
Staður
Staður: Kálfatjörn, Sveitarfélagið Vogar
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munasafn
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Peningakistill
Upprunastaður
64°0'54.7"N 22°17'40.3"W



































