Dúksvunta

1882 - 1900
Ofin dúksvunta í mórauðum litum. Efnið er mjög fínt ofin einskefta, röndótt. Efnið óf Vilhjálmur Þorsteinsson, bóndi og hákarlaformaður í Nesi Höfðahverfi. Hann var kvæntur Valgerði Einarsdóttur, kjördóttur Einars Ásmundssonar í Nesi. Þau Vilhjálmur og Valgerður gengu í hjónaband árið 1882 og er svuntan frá því eftir það. Á svuntunni eru nokkrir blettir og göt, tölu vantar og á einum stað hefur verið gert við gat. Annars er svuntan í nokkuð góðu ástandi. Gefandi er Geirlaug Björnsdóttir, Meistaravöllum 11, Reykjavík. Fóstra hennar var Rósa Stefánsdóttir, f. 1895, d. 1993, en hún var um skeið vinnukona í Nesi hjá Vilhjálmi og Valgerði.

Aðrar upplýsingar

Ártal
1882 - 1900
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2004-51-1
Stærð
82 x 123 x 0 cm Lengd: 82 Breidd: 123 Hæð: 0 cm
Staður
Staður: Nes, 601-Akureyri, Grýtubakkahreppur
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munasafn
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Dúksvunta

Upprunastaður

65°54'8.0"N 18°7'5.8"W