Diskur
1888

Varðveitt hjá
Þjóðminjasafn Íslands
Leirdiskur, brúnn, með mynd: "Nóttin" eftir Bertel Thorvaldsen.
Frænka Kristbjargar, Arnþrúður Arnórsdóttir, Hrauntungu 54, s. 43078, afhenti. Upplýsingar fylgdu: "Brúna diskinn með mynd eftir Thorvaldsen gaf frú Guðrún Hjaltalín á Möðruvöllum móður minni, Elísabetu Jónsdóttur, í brúðargjöf 24. maí 1888. Diskurinn er úr búi móður frú Guðrúnar Hjaltalín, Elínar Thorsteinsen landlæknisfrúar. Jeg óska að hann verði settur á Þjóðminjasafnið." Kristbjörg Ingólfsdóttir (sign.).
Lágmyndirnar Dagur og Nótt sem Thorvaldsen gerði í Róm árið 1815 eru án efa vinsælustu lágmyndir listamannsins og prýða þær m.a. fjölda minningarmarka í íslenskum kirkjugörðum. Í safni Thorvaldsens hanga þessar tvær myndir saman eins og táknmyndir fyrir sólarhringinn en einnig líf og dauða. Nóttin er persónugerð sem álút, fljúgandi kvenvera eða engill með lokuð augu sem heldur á tveimur sofandi smábörnum í fanginu (svefni og dauða). Í bakgrunni flýgur ugla, fugl næturinnar, í átt til áhorfandans. Kyrrð og friður ríkir. Dagurinn er einnig persónugerður sem fljúgandi kvenvera en hér er lögð áhersla á kraft og hreyfingu. Áróra, gyðja morgunroðans, stráir rósum yfir jörðina um leið og hún horfir um öxl á verndarvætt ljóssins sem er með í för og heldur kyndli hátt á lofti sem tákni fyrir sól og birtu.
Aðrar upplýsingar
Ártal
1888
Efni
Safnnúmer
Safnnúmer B: 1986-573
Stærð
24.5 x 0 cm
Lengd: 24.5 cm
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munasafn
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Diskur
