Ljósastika

1800 - 1850
Ljósastika úr járni, ferhyrnd skál og hornin bogadregin, st. 11 x 8,6. Ljósapípan sjálf er úr látúns-ræmum með kraga um og herðast ræmurnar að kertinu og inn í það er honum er lypt upp h. 5 cm. Handfang er á, fest þar við er pípan er sett í skálina. Útlend að gerð, frá öndverðri 19. öld. Var fyrrum í eigu Gríms amtmanns Jónssonar og þeirra hjóna, foreldra frú Þóru Melsteð og síðan í eigu hennar og Páls Melsteðs sagnfræðings og yfirrjettarmálafærslumanns í Reykjavík.

Aðrar upplýsingar

Ártal
1800 - 1850
Safnnúmer
Safnnúmer A: 8595 Safnnúmer B: 1922-142
Stærð
11 x 8.6 x 0 cm Lengd: 11 Breidd: 8.6 Hæð: 0 cm
Staður
Staður: Möðruvellir 1, Leikhús, Pakkhús, 604-Akureyri, Hörgársveit
Sýningartexti
Ljósastika úr járni á járnskál og handfang á til að bera ljósið um, frá öndverðri 19. öld. Úr búi Gríms Jónssonar amtmanns á Möðruvöllum og Birgitte Cecilie konu hans, síðan Þóru dóttur þeirra og manns hennar Páls Melsteds sagnfræðings. 8595 Ljósastika úr járni á járnskál og handfang á til að bera ljósið um, frá öndverðri 19. öld. Úr búi Gríms Jónssonar amtmanns á Möðruvöllum og Birgitte Cecilie konu hans, síðan Þóru dóttur þeirra og manns hennar Páls Melsteds sagnfræðings. 8595
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munasafn
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Ljósastika

Upprunastaður

65°46'12.5"N 18°14'58.3"W