Ljósalilja

Úr aðfangabók: Skrautlilja af ljósahjálmi, skorin eða sorfin út úr 3 mm þykkri bronsplötu. Hún er í aðalatriðum eins og stórt S í laginu, en endarnir kvíslast í 3 og 4 greinar eða tungur með uppvöfðum endum. Álíka tungur greinast í 2 stöðum út úr neðri króknum. Framan á efri króknum er skeggjað, ófrítt mannsandlit, séð frá hlið en aftan á honum er tappi, sem ætlaður er til að festa liljuna í tilsvarandi skarði á hjálminum. Hæð liljunnar er 8,6 cm, breiddin mest 5 cm. Fannst heima fyrir á Gilsbakka í Hvítársíðu.

Aðrar upplýsingar

Safnnúmer
Safnnúmer A: 11486 Safnnúmer B: 1933-54
Stærð
8.6 x 5 x 0 cm Lengd: 8.6 Breidd: 5 Hæð: 0 cm
Staður
Staður: Gilsbakki, 320-Reykholt í Borgarfirði, Borgarbyggð
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munasafn
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Ljósalilja
Heimildir
Kirkjur Íslands, 13.bindi. Ritstjórar: Jón Torfason, Þorsteinn Gunnarsson. Reykjavík, 2009.

Upprunastaður

64°43'20.0"N 20°59'2.0"W