Þeytispjald

1930 - 1938
Þeytispjald úr sedrusviði (vindlakassa), ferhyrnt með bogadregnum hliðum og útteygðum hornum, 6,5 cm milli horna. Snið er á öllum jöðrum beggja megin og myndast líkt og egg. Í miðju eru 4 göt í ferhyrning, og eru ca 75 cm langir seglgarnsspottar þræddir í götin og hnýtt saman öllum fjórum endunum hvorum megin. Nýsmíðað. - Um notkun þeytispjaldsins sjá Ísl. skemmtanir, bls. 343.

Aðrar upplýsingar

Ártal
1930 - 1938
Safnnúmer
Safnnúmer A: 12508 Safnnúmer B: 1938-177
Staður
Staður: Kaðalsstaðir 1, Borgarbyggð
Sýningartexti
Þeytispjald gert úr sedrusviði úr vindlakassa, ferhyrnt og með inndregnum hliðum. Í miðju eru fjögur göt og þræddir seglgarnsspottar í og hnýtt saman. Spjaldinu var sveiflað til að fá snúning á böndin og síðan dregið og slakað á víxl þannig að þeytispjaldið snerist fram og aftur með miklum hvin. Frá Kaðalsstöðum í Stafholtstungum, gert á árunum 1930 - 1938. 12508 Þeytispjald gert úr sedrusviði úr vindlakassa, ferhyrnt og með inndregnum hliðum. Í miðju eru fjögur göt og þræddir seglgarnsspottar í og hnýtt saman. Spjaldinu var sveiflað til að fá snúning á böndin og síðan dregið og slakað á víxl þannig að þeytispjaldið snerist fram og aftur með miklum hvin. Gert á árunum 1930 - 1938. 12508
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munasafn
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Þeytispjald

Upprunastaður

64°40'28.9"N 21°30'38.4"W