Gaflok
1930 - 1938
Varðveitt hjá
Þjóðminjasafn Íslands
Gaflok, nýsmíðað, gert af sívölu priki úr furu, 29,5 cm að lengd, 1,7 cm í þvm aftast, en 1,1 cm fremst. Framan í stönginni er 2,7 cm langur, þrístrendur járnbroddur, en upp á aftari endann er sagað í kross og fjórbrotnu pappírsblaði brugðið í. Nýsmíðað. - Um gaflok sjá Ísl. skemmtanir, bls. 348.
Gaflok er leikfang. Í bókinni Íslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur, frá 1887, eftir Jón Árnason og Ólaf Davíðsson, segir um gaflok á bls. 348:
„Þá má nefna gaflok, sem eg hefi æfinlega heyrt kallað pílu fyrir norðan, en nafnið kvað þó vera við lýði bæði á Norðurlandi og á Suðurlandi og svo nefnir Jón Eiríksson leikfáng þetta því nafni í formálanum fyrir Konúngs-Skuggsjá. Hann segir að leikfángi þessu muni kippa í kynið til gamla gafloksins, en það var skotvopn og er nefnt í Konúngs-Skuggsjá, bls. 387, og miklu víðar í norrænum fornritum. Annars lýsir Jón Eiríksson þessu seinni tíma gafloki svona:
Fyrst er smáspýta tegld þráðbein. Framan í hana er rekinn broddur, misstór, eptir því hvað skaptið er gilt. Á apturendann má festa fjaðrir hverjar andspænis öðrum, jafnmargar hvorum meginn. Þó er betra að hafa fluginn úr pappír og er eptir því betra sem hann er stinnari. Það er klipptur pappírsferhyrníngur. Þó á að vera svo lítið horn á tveimur hliðunum á honum. Hann er svo brotinn saman eptir báðum skáhornalínunum. Þá eru allar hliðarnar sveigðar inn, svo að bréfopið verður eins og á fjögra blaða rós. Svo er krossskorið inn í skaptendann og mjóa endanum á bréfinu stúngið inn í skorurnar, en fliparnir á bréforðinu standa hver í sína áttina; halda þeir gaflokinu í jafnvægi og bera það. Svo er því kastað beint úr hendi. Það fera hart, því loptið þenur bréfið út, og það kemur altaf á oddinn, hvernig sem því er kastað.
Lýsingu J. Ól. á gafloki ber alveg saman við þessa, og eg hefi vanizt pílu alveg eins, nema eg hefi ekki vanizt neinum hliðahornum á flugnum.“
(Innf.: Freyja Hlíðkvist Ómars- og Sesseljudóttir, 13. júlí 2018).
Aðrar upplýsingar
Gefandi: Björn Ólafsson
Ártal
1930 - 1938
Efni
Safnnúmer
Safnnúmer A: 12507
Safnnúmer B: 1938-176
Stærð
29.5 x 0 cm
Lengd: 29.5 cm
Staður
Staður: Kaðalsstaðir 1, Borgarbyggð
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munasafn
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Gaflok
Upprunastaður
64°40'28.9"N 21°30'38.4"W