Koppsetningarstokkur

Sigríður Eiríksdóttir, hjúkrunarkona: Kassi, smíðaður úr mahóní, brúnn, ferhyrndur og flatur, og haft lok yfir á hjörum, með bíld og lamba úr kopar og átta blóðtökuskálum úr glæru gleri. L. hans 21,4 sm, br. 17 sm, h. 8 sm og þ. við veggi 1 sm. Ein fjöl í loki að ofan, hliðum og botni, greypt er saman við horn, límt við lokplötu og botn, settar í spíkur, 0,7 sm á þ., að neðan, og gerð níu hólf, liggja saman átta hólf með ferningslagi, jöfn að stærð, og haft ílangt hólf framan við. Tvennar hjarir úr kopar, og úr sama efni handfang á loki miðju og tvennar krækjur við framhlið. Sjá má ávala á brúnum kassans að ofan og á efri brún á spíknum. Bíldurinn 6,4 sm að þvm., l. lampa 14,7 sm, h. skála 5 sm og þvm. um 4,3 sm, ein er 5,3 sm á h., en þvm. jafnt og á hinum, lítil rauð gummípípa í einni skálanna. Kassinn er blettóttur og fallið hefur á kopar. Var í eign móður gefanda. Vilborgar Guðnadóttur frá Keldum í Mosfellssveit, og arfur frá systur hinnar síðarnefndu, Vigdísar Guðnadóttur, ljósmóður frá Keldum.

Aðrar upplýsingar

Safnnúmer
Safnnúmer B: 1960-4
Stærð
21.4 x 17 x 8 cm Lengd: 21.4 Breidd: 17 Hæð: 8 cm
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munasafn
Efnisorð / Heiti