Ábreiða, alm. og, óþ. notk.

Varðveitt hjá
Þjóðminjasafn Íslands
Ábreiða úr efnisbútum.
Tvöföld bútasaumsábreiða í mörgum litum unnin og ofin af Sigurbjörgu Benediktsdóttur
á Arnarvatni. Bútarnir eru misstórir og fjölbreyttir að lit m.a. drapplitir,
brúnröndóttir, rauðir, bláir, svartir og grænir. Hún og systir hennar Bóthildur
stunduðu tóskap og vefnað frá unga aldri. Þessi ábreiða er frá því um miðja
tuttugustu öld. Efnin sem bútarnir eru úr voru höfð í kjóla og ýmis önnur
klæði m.a. stakk. Trúlega eru einhver þeirra milliskyrtuefni eftir útliti
að dæma og svarta efnið peysufatavaðmál. Systurnar gáfu Hólmfríði Gunnarsdóttur
ábreiðuna þegar hún heimsótti þær norður til þess að kynnast handverkum
þeirra og iðju.
Aðrar upplýsingar
Efni
Safnnúmer
Safnnúmer B: 1983-58
Stærð
184 x 129 x 0 cm
Lengd: 184 Breidd: 129 Hæð: 0 cm
Staður
Staður: Arnarvatn 1, Þingeyjarsveit
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munasafn
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Ábreiða, alm. og, óþ. notk.
Upprunastaður
65°35'3.9"N 17°7'49.1"W
