Skrifborðsstóll
1895 - 1918

Varðveitt hjá
Þjóðminjasafn Íslands
Skrifborðsstóll Guðmundar Magnússonar (Jóns Trausta, f. 1873, d. 1918), skálds og prentara. Stóllinn er 77,2 cm á hæð með bakinu, setan er klædd leðri og 42 cm x 42 cm að stærð. Bakið er í hálfhring, gert úr renndum og gagnskornum pílárum, sem standa lóðrétt, en lárétt slá efst. Fætur eru renndir og renndar skáslár. Þverslár tengja þær saman nálægt gólfi. Stólinn keypti Þorsteinn sýslumaður á uppboði eftir Guðmund Magnússon (Jón Trausta, f. 1873, d. 1918), skáld og prentara.
Aðrar upplýsingar
Ártal
1895 - 1918
Safnnúmer
Safnnúmer B: 1961-168
Stærð
77.2 x 42 x 42 cm
Lengd: 77.2 Breidd: 42 Hæð: 42 cm
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munasafn
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Skrifborðsstóll





