Veggtjald

Ábreiða eða veggtjald, líkt nr. 10883 að gerð, en að myndunum og öllu leyti þó enn líkara nr. 3629. Þetta er úr einskeptudúk, sem hefur verið litaður dökkblár. Hæð 1 3/4 m br. 1 1/5 m. - Var sent þjóðminjasafninu í Höfn (eða Finni prófessor Magnússyni handa því) árið 1837 af Jóni prófasti Gíslasyni í Hvammi í Dalasýslu. - Hefur (eins og nr. 10883) skemmst mjög af meláti í þjóðminjasafninu í Höfn, en blár dúkur hefur verið saumaður undir það þar nýlega til styrktar (eins og einnig nr. 10883). (4395).

Aðrar upplýsingar

Safnnúmer
Safnnúmer A: 10999 Safnnúmer B: 1930-414
Stærð
1.75 x 1.2 cm Lengd: 1.75 Breidd: 1.2 cm
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munasafn
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Veggtjald