Nafnspjald, + hlutv.

1895 - 1918
Dyranafnspjald úr brenndum leir, sporöskjulagað. Það er líkt dyraspjaldi nr. 12935 en hér er áletrunin aðeins Guðm. Magnússon. Það er nafn Jóns Trausta, skálds og prentara (f. 1873, d. 1918). Brotið er af öðrum enda spjaldsins. Það lenti í brunanum í Þingholtsstræti* og ber þess nokkur merki. Gripirnir nr. Þjms. 12927-12941 eru allir ánafnaðir safninu til minningar um Guðmund skáld Magnússon (Jón Trausta) af konu hans, Guðrúnu Sigurðardóttur. *Hér er án efa átt við stórbrunann að Þingholtsstræti 23, aðfaranótt 22. janúar 1910. Á þeim tíma var Jón Trausti einn íbúa hússins. (Sjá tímaritið Frækorn, 2. tbl., 28.1.1910, bls. 15). (Freyja Hlíðkvist, nóv. 2024). 

Aðrar upplýsingar

Ártal
1895 - 1918
Safnnúmer
Safnnúmer A: 12936 Safnnúmer B: 1941-71
Stærð
8.5 x 3.9 cm Lengd: 8.5 Breidd: 3.9 cm
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munasafn
Efnisorð / Heiti