Göngustafur

1921
Lengd handfangs 13 cm. Göngustafur gefanda. Stafleggurinn er úr íbenviði og við stafhandfangið er gullhólkur, sem á er grafið: "Til Jóns Halldórssonar frá Önfirðingum, fimmtugsminning 1921". Handfangið er úr fílabeini, ofan á það er grafið blaðmunstur á enda þess að aftan er grafinn sveitabær með fimm skemmuburstum og baðstofu á bak við. Þetta er á hringlaga fleti, en yfir honum er grafið J.H.s. Á legginn er grafið snúningsbelti og milli snúninganna er grafið vinkill og sirkill efst, þá hefilbekkur með manni standandi við, þá dreng að reka fjárhóp, þá tveir menn að reka fjárhóp, þá landslag við Önundarfjörð ásamt bát á siglingu og loks neðst tvímastrað skip á siglingu. Við enda snúningsbeltanna eru grafnir skrauthnútar." (Upphaflega lýsing í skrá) Þ.M. telur að útskurður sé líklega eftir Stefán Eiríksson.

Aðrar upplýsingar

Stefán Eiríksson, Hlutinn gerði
Gefandi:
Jón Halldórsson
Ártal
1921
Safnnúmer
Safnnúmer B: 1975-246
Stærð
305 x 172 x 17.5 cm Lengd: 305 Breidd: 172 Hæð: 17.5 cm
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munasafn
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Göngustafur