Brókarhaldshnappur

1500 - 1600
Brókarhaldshnappar 2 úr látúni, báðir eins, heyra saman. Neðra borðið er sljett, og stór fótur úr eiri. Yfirborðið er Kúpt. og er þykktin í miðju 1,3 cm. og fóturinn að auki, 1,2 cm. að hæð. Þverm. 4,2 cm. Yfirborðið er gagnskorið og grafið og svo sem eftirlíking af kornsettu víravirki. Er í miðju kross og hringur um, en síðan 4 bogar umhverfis með 1 hönk í milli alls staðar og 1 hönk innan-í . Sagðir komnir til þjóðminjasafnsins í Höfn árið 1902 frá Íslandi. Virðast jarðfundnir og allgamlir, sennilega frá 16-17. öld. Mjög líkir nr. 1649, en dálítið minni. - Munu keyptir (árið 1902) af hr.Rögv. R. Magnusen (frá Tjaldanesi) til safnsins (fyrir 40,00 kr. að hans sögu), sbr. brjef hans til þjóðminjavarðar 22. Júlí 1910. (D5092).

Aðrar upplýsingar

Ártal
1500 - 1600
Safnnúmer
Safnnúmer A: 10959-b Safnnúmer B: 1930-373
Stærð
4.2 x 0 x 0 cm Lengd: 4.2 Breidd: 0 Hæð: 0 cm
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munasafn
Efnisorð / Heiti