Minningartafla, + tilefni

Varðveitt hjá
Þjóðminjasafn Íslands
Prentuð minningartafla
um Madame Jane Marie Bjering. Í gylltum, fremur einföldum ramma, og undir
gleri. Lengd að utanmáli 29.6 sm, br. 20.9 sm. Textinn hljóðar:
+ Hné til moldar / um hádegi lífsstundar / Madame Jane Marie Bjering /
fædd Robb. / Hún fæddist 18. Apríl 1816 / giptist 1837 / kaupmanni Moritz
Vilhjálmi Bjering. / Hún var / góð húsmóðir: ypparleg ektakona, / ágætasta
móðir: / mikið þarf til alls þessa! / Tilgerðarlaus var hún í tali og hegðan:
/ Það er meira vert að vera góður en sýnast, / og sigraði þær / í sælum
dauða 6. Maí 1851. / Syrjandi ektamaki og 7 börn, / vandamenn allir og
vinir / fella nú tregatár á fölvan ná, / og segja: / Guð! verði þinn vilji!
/ Þú skilur ekki nú, það sem eg gjöri, en þú skilur það seinna. Jóh. 13.7.
/ Svo minntist þeirar framliðnu / sorgar hússins heiðrari / Þ. Svb.
Aðrar upplýsingar
Safnnúmer
Safnnúmer A: 15011
Safnnúmer B: 1951-257
Stærð
29.6 x 20.9 x 0 cm
Lengd: 29.6 Breidd: 20.9 Hæð: 0 cm
Staður
Staður: Vífilsstaðir / Vífilsstaðabúið, Vífilsstaðabúið, 210-Garðabæ, Garðabær
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munasafn
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Minningartafla, + tilefni
Upprunastaður
64°4'59.5"N 21°53'25.8"W