Bekkur
1914

Varðveitt hjá
Þjóðminjasafn Íslands
Bekkur úr eik, 89 cm að l., brúðurnar og setan 34 cm að br. Milli brúðanna, undir bekkfjölinni, er slá til að halda bekknum saman. Brúðurnar eru kollóttar ofan, en með strikuðum brúnum, og á eftir hluta hvorrar um sig að utanverðu er skorin kringla með hörpu í. Í annarri hörpunni situr ugla, og neðan við þá kringlu eru stafirnir G.M. og ártalið 1914, en á ská yfir hina kringluna er skorin fjöður, en neðan við stafirnir G.S. Stafirnir eru upphafsstafirnir hjónanna Guðmundar Magnússonar (Jóns Trausta), rithöfundar og prentara, og Guðrúnar Sigurðardóttur. Yfir bekkfjölinni er troðin seta með útsaumuðu veri. - Skorið af Stefáni Eiríkssyni tréskurðarmeistara, enda eru stafirnir hans, St.E., á annarri brúðunni.
Gripirnir nr. Þjms. 12927-12941 eru allir ánafnaðir safninu til minningar um Guðmund skáld Magnússon (Jón Trausta) af konu hans, Guðrúnu Sigurðardóttur.
Bekkurinn er jafnframt skráður í Listiðnaðarsafn, nr. L-69.
Aðrar upplýsingar
Stefán Eiríksson, Hlutinn gerði
Guðrún Sigurðardóttir, Notandi
Gefandi: Guðrún Sigurðardóttir
Jón Trausti, Notandi
Guðrún Sigurðardóttir, Notandi
Gefandi: Guðrún Sigurðardóttir
Jón Trausti, Notandi
Ártal
1914
Efni
Safnnúmer
Safnnúmer A: 12929
Safnnúmer B: 1941-63
Stærð
89 x 34 cm
Lengd: 89 Breidd: 34 cm
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munasafn
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Bekkur









