Hófhringja

Hófhringja forn úr bronzi, lík nokkrum slíkum hringjum, sem til eru áður í safninu, en minni, br. 5,9, l. 4,3. Er með upphleyptri snúru um að utan og er þar í miðju 1,6 að þ. eða h. Þornið er sem lauf: smáhnúðar eða tittar eru á hornunum. Alt er þetta venjulegt á þessum hringjum. Fundin á mel fyrir ofan Hermundastaði í Þverárhlíð fyrir hjer um bil 5 árum.

Aðrar upplýsingar

Safnnúmer
Safnnúmer A: 8222 Safnnúmer B: 1920-181
Stærð
5.9 x 4.3 x 0 cm Lengd: 5.9 Breidd: 4.3 Hæð: 0 cm
Staður
Staður: Hermundarstaðir, 311-Borgarnesi, Borgarbyggð
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munasafn
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Hófhringja

Upprunastaður

64°47'13.2"N 21°18'47.0"W