Skrifborð

Varðveitt hjá
Þjóðminjasafn Íslands
Skrifborð gert af
yfirstykki og tveimur undirstykkjum, sem í eru skúffur, og hurðir fyrir.
Á hurðunum eru renndir pílárar, einn með hverri brún. Þrjár
útdregnar skúffur eru í yfirstykkinu, sem er útskorið á hliðum. Ofan
á borðbrúninni litlu innan við brún eru bríkur, 5,6 cm á hæð, á þrjá vegu.
Á hornum eru þær felldar inn í renndan staf, sem er 10,4 cm hár frá
borðplötu. Hæð skrifborðsins er 90,6 cm, lengd 131 cm og breidd 65
cm. Borð þetta keypti Þorsteinn sýslumaður á uppboði eftir Guðmund
Magnússon skáld (Jón Trausta).
Aðrar upplýsingar
Gefandi: Þorsteinn Þorsteinsson-Dánarbú
Safnnúmer
Safnnúmer B: 1961-167
Stærð
90.6 x 131 x 65 cm
Lengd: 90.6 Breidd: 131 Hæð: 65 cm
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munasafn
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Skrifborð





