Reiðbjalla

Varðveitt hjá
Þjóðminjasafn Íslands
Reiðbjalla, steypt úr kopar, hnöttótt og um 4 cm. að þverm., með venjulegri gerð, rauf að neðan með kringlóttum opum við endana og 2 öðrum kringlóttum opum að ofan: með upphleyptum tungum eða blöðum á neðri hálfkúlu, svo sem er á mörgum slíkum bjöllum. Typpi er uppaf með mjög slitnu gati. Bjallan hefur verið brotin og klemd saman: vantar nokkuð í hana og þá einnig að sjálfsögðu járnkúluna innaní. 16 líkar bjöllur eru nú til í safninu, sumar minni, en sumar stærri en þessi. Svipaðar bjöllur hafa tíðkast frá því á víkinagöld og þangað til enn í dag: sbr. Danm. Olds. ved S. Müller, II, nr. 591 og Norske Olds. af O. Rygh. nr. 593. Nú koma þær frá Englandi og eru helzt notaðar á aktygjum er ekið er sleða. Fyr á öldum hafa þær verið á reiðbeizlum, sbr. málsháttinn þorskurinn ríður ekki við bjöllubeizli. Sjá. nr. 254, 267, 2079 - 80, næstu nr. 2615, 2654, 3065, 3389, 3447, 3472, 4320, 4332, 4932 og 6625.
Aðrar upplýsingar
Gefandi: Einar Guðnason
Efni
Safnnúmer
Safnnúmer A: 2597
Safnnúmer B: 1885-1
Stærð
4 x 0 cm
Lengd: 4 cm
Staður
Staður: Flóðatangi, 311-Borgarnesi, Borgarbyggð
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munasafn
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Reiðbjalla
Upprunastaður
64°37'46.8"N 21°41'8.9"W
