Skjöldur, skráð e. hlutv.

Varðveitt hjá
Þjóðminjasafn Íslands
Silfurskjöldur, gyltur
á framhlið og alsettur kornóttu hringvíraverki. Kringlóttur og með eins
konar krónu upp-af og er þar tvöfaldur og ytra borðið beygt út: 10,2 cm.
að þverm. Krónan gengur 1,5 cm upp frá skildinum, er 4 cm. neðst og 5,1
efst. Miðhlutinn, 6 cm að þverm., er sleginn niður, - svo að skjöldurinn
er líkur smádiski eða patinu, - og er á miðjunni krossfestingarmynd með
Jóh. og Maríu, og einkennisverur guðspjallamannanna eru umhverfis. Í gegnum
kórónuna, aptara borðið eða fóðrið, eru 2 smágöt, og 3 stöðum við röndina
á neðra helmingi skjaldarins er krotað 30 Lo7. - Úr Árnessýslu, keyptur
þaðan til þjóðminjasafnsins í Höfn 1841. Kann að vera gerður til að vera
á húfu og er, ef til vill, norskur að uppruna. (6483).
Aðrar upplýsingar
Gefandi: Nationalmuseet Kaupmannahöfn
Efni
Safnnúmer
Safnnúmer A: 10915
Safnnúmer B: 1930-326
Stærð
10.2 x 0 cm
Lengd: 10.2 cm
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munasafn
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Skjöldur, skráð e. hlutv.