Altarisdúkur

Altaris-dúkur með -brún og -stólum, sem öll eru samföst. Dúkurinn er úr grófgerðu, hvítu ljerepti, st. ca. 96 x 59 cm, og auk þess 11,5 cm., eru undir brúninni: hún er 90 cm. að l., en ekki heil, og 14 cm. að br., ofin, er með krossvefnaði, með hvítu líni og marglitri ull. Við fremri endann er (nú) guðs lamb með sigurfána (hvítum með rauðum krossi), og síðan eru eptir miðjunni 3 bláir kaflar með bekkjum á milli. Í bláu kaflana eru ofnir stafir, eitt orð í hvern: h o n o r e - s a n c t e - a n e . iI bekkjunum á milli og fyrir ofan og neðan er blómskraut með ýmsum lit á rauðum grunni. - Er á þessari brún hið vandaðasta verk. - Undir enda hennar eru saumaðar við dúkinn 2 altarissstólur úr sams konar ljerepti og dúkurinn: þær eru 92 cm. að l. og 23,5 cm. að br. Neðst á endunum eru útsaumuð 3 smáblóm með hvítu bandi, og á sjálfum stóluendunum er marglitt ullarkögur. Sent safninu í K.-höfn af Steingrími byskupi Jónssyni 1828 frá Hvamms-kirkju í Norðurárdal. Hefur verið á Önnu-altari þar einhvern tíma. (MDCCCLXVIII)

Aðrar upplýsingar

Safnnúmer
Safnnúmer A: 10896 Safnnúmer B: 1930-306
Stærð
96 x 59 x 0 cm Lengd: 96 Breidd: 59 Hæð: 0 cm
Staður
Staður: Hvammskirkja í Norðurárdal, 311-Borgarnesi, Borgarbyggð
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munasafn
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Altarisdúkur

Upprunastaður

64°50'31.0"N 21°20'17.8"W