Langspil

Varðveitt hjá
Þjóðminjasafn Íslands
Langspil úr furu, mjög skaddað og strengja laust, með venjulegu lagi, lengd alls 77 cm þar af hausinn 13 cm, ekki ólaglega skorinn, hefur haft 3 strengjanagla, en aðeins einn þeirra er eftir, brotinn þó. Belgurinn er 5,4 cm þykkur og 5,2 - 8,5 cm breiður niður að bugnum, en um buginn er hann 11,9 cm. Fjalirnar í þeirri hlið, sem upp veit, og hliðinni með bugnum eru 3 mm á þykkt, en hinar 5 mm, og negldar eru þær saman með koparnöglum og járnnöglum, en eru nú meira og minna gengnar af neglingunum. Fjölina, sem verið hefur í neðri endannum, vantar einnig, sömuleiðis lista þá, sem strengirnir hafa verið spenntir á, enn fremur lista undir endunum báðum, sem langspilið hefur staðið á. Langspilinu fylgir 19 cm langur bútur af nótnafjölinni, laus. Ekkert kringlótt gat hefur verið ofan á belgnum, eins og venjulegast mun hafa verið. Frá Sama. Átti langspilið Þorbjörg, móðir Guðmundar landlæknis, en bróðir Hennar Eggert í Helguhvammi, smíðaði það.
Aðrar upplýsingar
Efni
Safnnúmer
Safnnúmer A: 12020
Safnnúmer B: 1936-122
Stærð
77 x 0 cm
Lengd: 77 cm
Staður
Staður: Marðarnúpur, 541-Blönduósi, Húnabyggð
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munasafn
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Langspil
Upprunastaður
65°21'45.8"N 20°11'23.5"W





