Fjöl, úr kirkju

Úr aðfangabók: Furufjöl, 144 cm. að l. og 33,5 að br.: sagað af báðum endum: útskorin á framhlið, hátt upphleypt, laufrík hrísla með mörgum greinum aðallega í 4 sívafningum. Líklega vindskeiðarbútur og frá því um 1700. Send með nr. 10445-47 til þjóðminjasafnsins í  Höfn að gjöf frá Ólafi Briem á Grund í Eyjafirði og sögð í skrá þess safns vera den ene Side af gavlen af et gammelt Huus ved Grund Kirke. (13730). Sjá Myndir úr memms., 5 neðst t.h. Kirkjur Íslands, 10.bindi, bls. 93: ... Gísli Þorláksson Hólabiskup lét gera við Grundarkirkju á árunum 1664-1670 og má ætla að þessi vindskeið sé frá þeim tíma. (sbl, 11.5.2011)

Aðrar upplýsingar

Safnnúmer
Safnnúmer A: 10948 Safnnúmer B: 1930-359
Stærð
14 x 33.5 cm Lengd: 14 Breidd: 33.5 cm
Sýningartexti
Gersemar - Fornir kirkjugripir úr Eyjafirði í vörslu Þjóðminjasafns Íslands     Hluti af vindskeið frá Grund    Fjölin er úr furu með hátt upphleyptum útskurði. Eftir henni endilangri er laufrík hrísla með mörgum greinum í fjórum sívafningum. Fjölin er 34 cm ad breidd og er 144 cm að lengd. Sagað hefur verið af báðum endum.   Gísli Þorláksson biskup lét gera við kirkjuna á Grund á árunum 1664-1670, m.a. bæta við útbroti að norðanverðu. Þessi fjöl er í skýrslum Þjóðminjasafnsins talin vera frá því um 1700, en trúlega er hún nokkuð eldri, eða frá dögum Gísla biskups. Part of a verge board from the roof of the timber church which stood at Grund in the 16th and 17th century. The board is thought to date from the close of the 17th century. (Sett inn af Sigrúnu Blöndal, 6.4.2011)
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munasafn
Efnisorð / Heiti
Heimildir
Þóra Kristjánsdóttir. Gersemar - Fornir kirkjugripir úr Eyjafirði í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. Akureyri, 1999.     Kirkjur Íslands, 10.bindi. Ritstjórar: Jón Torfason, Þorsteinn Gunnarsson. Reykjavík, 2007.