Veski

Veski úr leðurlíkingu, óvandað, dökkgrænt á lit. Undir lokinu, sem fest er aftur með málmfestingu, stendur með gylltum stöfum: Guðmundur Magnússon / prentari / Reykjavík. Í veskinu eru 8 hólf og í einu þeirra er að finna örsmáan blýant. Veskið ber það með sér að hafa verið allmikið notað, er orðið nokkuð snjáð og rifið á nokkrum stöðum. Gripirnir nr. Þjms. 12927-12941 eru allir ánafnaðir safninu til minningar um Guðmund skáld Magnússon (Jón Trausta) af konu hans, Guðrúnu Sigurðardóttur.

Aðrar upplýsingar

Safnnúmer
Safnnúmer A: 12939 Safnnúmer B: 1941-74
Stærð
15 x 9.2 cm Lengd: 15 Breidd: 9.2 cm
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munasafn
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Veski