Jólasveinabúningur
1948

Varðveitt hjá
Borgarsögusafn Reykjavíkur
Jólasveinabúninngur, kertasníkir, sem Ólafur Magnússon frá Mosfelli notaði frá 1948 á jólatrésskemmtunum í um 15 ár og síðan á Lyngási, heimili fyrir fötluð börn, um árabil. Einnig var Kertasníkir fulltrúi Flugfélags Íslands í ferðum til áfangastaða með gjafir. Kona Ólafs, Rósa Jakobsdóttir saumaði búninginn, jakka, buxur og húfu. Mjög vandað gerfiskegg, er í viðarkassa, keypti Ólafur í söngferð Karlakórs Reykjavíkur til Bandaríkjanna árið 1946. Stígvélin keypti hann um svipað leiti.
Aðrar upplýsingar
Titill
Sérheiti: Jólasveinabúningur
Ártal
Aldur: 1948
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2025-97-1
Aðfangategund
Heimildir
Sjá viðtal við Ólaf Magnússon frá Mosfelli um kertasníki ofl. í Vikunni, 22.12.1977 bls. 12-17.





