Vasahnífur

1895 - 1950
Samanbrotinn vasahnífur í renndum viðarhólki. Á sitt hvorum enda hólksins eru málmstykki. Á enda hnífskaftsins er lítill hnúður með gati og fjöður til að ýta að hnúðnum til að losa hnífinn úr hylkinu. Þegar hnífurinn er í hólknum þá standa hnúðurinn og fjöðrin út fyrir á öðrum enda hólksins og endinn af samanbrotnum hnífnum hinum megin.  Það sést að hnífurinn hefur verið mikið notaður. Stærð (hnífur í hylki): lengd 8 cm, breidd 2 cm.  Lengd á hnífsblaði: 4 cm. Upplýsingar frá gefanda: Smáhnífurinn er úr dánarbúi Ólafs Þórs Thorlacius (f. 1936, d. 2024). Foreldrar hans voru Guðni Thorlacius (f. 1908, d. 1975) skipstjóri og Margrét Ó. Thorlacius (f. 1909- d. 2005) húsmóðir.  Vasahnífurinn var í eigu móður Margrétar, Þórdísar Bogadóttur (f. 1884, d. 1972). Í safneign Þjóðminjasafns Íslands er varðveitt ljósmynd sem sýnir eiganda hnífsins, Þórdísi Bogadóttur. Á myndinni númer Mms-49123 má sjá Þórdísi hægra megin sitjandi í stól og Ólöfu Jónsdóttur (f. 1892-d. 1982) standandi vinstra megin.

Aðrar upplýsingar

Ártal
1895 - 1950
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2024-79-1
Stærð
8 x 2 cm Lengd: 8 Breidd: 2 cm
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munasafn
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Vasahnífur