Sjóvettlingur
1972
Varðveitt hjá
Byggðasafnið Skógum
Sjóvettlingar órónir. Prjónaðir af móður gefanda árið 1972. Þetta eru miklir belgvettlingar, tvíþumla að
venju, einlitir, brúnir. Nikólína Eyjólfsdóttir móðir Ragnars var fædd í Vallnatúni undir Eyjafjöllum 1887. Hún var svo dulvitur að henni kom ekkert á óvart í lífinu. Hún sagði þetta síðustu sjóvettlinga er hún prjónaði en þá heil heilsu. Næsta ár kom Vestmannaeyjgos og síðar á því ári dó Nikólína. Hún sagði fyrir gos að fyrir sér lægi að verða jörðuð í Ásólfsskála kirkjugarði en ekki við hlið manns síns í Landakirkjugarði. Móðir mín (Þ.T.) og hún,fermingarsystur hvíla hlið við hlið. "Þú gætir skrifað heila bók eftir mér", sagði Nikólína. Sú bók verður aldrei
skrifuð.
Aðrar upplýsingar
Ártal
1972
Safnnúmer
Safnnúmer A: R-5834
Stærð
34 x 17 x 0 cm
Lengd: 34 Breidd: 17 Hæð: 0 cm
Staður
Núverandi sveitarfélag: Vestmannaeyjabær, Vestmannaeyjabær
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Almenn munaskrá
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Sjóvettlingur
Heimildir
Aðfangabók Skógasafns. Þ.T.