Lyfseðilsumslag

1919 - 1929
Varðveitt hjá
Lyfjafræðisafn
Lyfseðilsumslag er umslag sem viðskiptavinir fengu til að geyma í fjölnota lyfseðla á milli þess sem þeir komu í apótekið til að fá afgreidd lyf. Umslögin voru gerð af metnaði eftir danskri fyrirmynd á fyrrihluta síðustu aldar. Á umslaginu er blá mynd, en efst stendur með hvítum stöfum "Eyrarbakka Apótek". Í tveimur gluggum eru teikningar af gjósandi eldfjalli t.v. og goshver t.h. Neðst stendur með hvítum stöfum K C PEDERSEN. Ríkharður Jónsson myndlistamaður teiknaði myndirnar eins og sést neðst til hægri á vinstri myndinni (RJ). Kai Carlo Pedersen (28.2.1893-feb.1971) var stofnandi og fyrsti apótekari á Eyrarbakka árin 1919-1929. Lárus Böðvarsson tók við rekstrinum 30. janúar 1929. Árið 1934 kviknaði í húsinu og það brann til kaldra kola og apótek hefur ekki verið rekið á Eyrarbakka síðan. 

Aðrar upplýsingar

Ártal
1919 - 1929
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2024-29
Stærð
11 x 7.4 cm Lengd: 11 Breidd: 7.4 cm
Staður
Staður: Apótekið Eyrarbakka, 820-Eyrarbakka, Sveitarfélagið Árborg
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Almenn munaskrá
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Lyfseðilsumslag
Heimildir
Lyfjafræðingatal. Lyfjafræðingar á Íslandi 1760-2002. Lyfjafræðingafélag gaf út 2004.