Lyfseðilsumslag
1928 - 1950

Varðveitt hjá
Lyfjafræðisafn
Lyfseðilsumslag er umslag sem viðskiptavinir fengu til að geyma í fjölnota lyfseðla á milli þess sem þeir komu í apótekið til að fá afgreidd lyf.
Umslögin voru gerð af metnaði eftir danskri fyrirmynd á fyrrihluta síðustu aldar.
Á umslaginu er mynd frá Akureyri tekin handan fjarðarins. Einnig kemur fram heitið Akureyrar Apótek og nafn apótekarans O. C. Thorarensen og heimilisfangið Hafnarstræti 104. Beggja vegna við myndina er teikning af Askepiosar stafnum (Asklepios var grískur guð lækninga) og slöngunni. Oddur Carl Thorarensen (21.11.1894-10.5.1964) var apótekari í Akureyrar Apóteki 1919-1963. Á bakhlið umslagsins eru taldar upp helstu vörur sem voru til sölu í apótekinu.
Aðrar upplýsingar
Gefandi: Kristín Einarsdóttir
Ártal
1928 - 1950
Efni
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2024-9
Stærð
12 x 7.5 cm
Lengd: 12 Breidd: 7.5 cm
Staður
Staður: Akureyrarapótek, Akureyrarbær
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Almenn munaskrá
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Lyfseðilsumslag
Heimildir
Lyfjafræðingatal. Lyfjafræðingar á Íslandi 1760-2002. Lyfjafræðingafélag gaf út 2004.
Upprunastaður
65°41'24.9"N 18°5'23.7"W



